there are no answers in here

Gleðilega Páska

Posted by astamarteins on April 12, 2009

Málshættir að hætti Sverris Stormskers

Betra er að ganga fram af fólki en björgum.
Margur hefur farið flatt á hálum ís
Oft eru læknar með lífið í lúkunum.
Enginn verður óbarinn boxari.
Oft er dvergurinn í lægð.
Ekki dugar að drepast.
Blindur er sjónlaus maður.
Margur slökkviliðsmaðurinn er eldklár.
Margur geispar golunni í blankalogni.
Sjaldan fara sköllóttir í hár saman.
Oft eru bílstjórar útkeyrðir.
Margur fer yfir Strikið – í Kaupmannahöfn
Oft fýkur í menn sem gera veður útaf öllu.
Oft láta bensínafgreiðslumenn dæluna ganga.
Sjaldan eiga fiskar fótum fjör að launa.
Minkar eru bestu skinn.
Margur boxarinn á undir högg að sækja.
Oft verða slökkviliðsmenn logandi hræddir.
Til þess eru vítin að skora úr þeim.
Oft fer bakarinn í köku, ef honum er gefið á snúðinn.
Oft eru dáin hjón lík.
Hagstæðara er að borga með glöðu geði en peningum.
Betra er að fara á kostum en taugum.
Margur bílstjórinn ofkeyrir sig.
Oft er lag engu lagi líkt.
Oft svarar bakarinn snúðugt.
Oft eru bílstjórar vel á veg komnir.
Oft fara bændur út um þúfur.
Oft fer presturinn út í aðra sálma.

One Response to “Gleðilega Páska”

  1. Apríl Eik said

    svo einn hérna a la Binni
    Oft fellur fjallgöngumaður í grýttan jarðveg
    Betra er að vera barin en lúbarinn

Leave a comment